Pragma.is | Nýnemar athugið
41236
single,single-post,postid-41236,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-1.4,smooth_scroll,wpb-js-composer js-comp-ver-4.4.4,vc_responsive

Nýnemar athugið

Nýnemar athugið

Góð tips þegar þið eruð að byrja í HR

 1. Mætið vel undirbúin í tíma.
 2. Mæli með nesti allavega fyrstu dagana því það eru allir að kaupa sér mat og það geta myndast langar raðir.
 3. Ekki fara heim kl. 16 því þá muntu vera fastur í umferð næsta klukkutímann.
 4. Vingastu við eldri nema, þeir eru með gömul próf og eru tilbúnir til að gera allt til að hjálpa þér.
 5. Nýttu þér tilboðin í háskólabúðinni það sparar þér helling.
 6. Ef það er löng röð á klósettið eru fullt af klósettum í kjallaranum og næsta klósett er örugglega bara rétt handan við hornið.
 7. HORFÐU Á MYNDBÖNDIN HENNAR INGUNNAR Í STÆ 1. Olivier er að kenna en myndböndin eru frá Ingunni.

 

Gott að vita

 1. Háskólabúðin er opin til 23 alla daga nema sunnudaga.
 2. Þú mátt læra inni öllum stofum skólans nema þær séu sér merktar.
 3. Stofurnar sem snúa út á við, s.s. eru með glugga sem vísa í burtu frá skólanum loka kl 22. aðrar stofur læsast þá en þú mátt vera í þeim allan sólahringinn.
 4. Þú getur keypt áskrift í WorldClass sem gildir bara í HR á 50% afslætti annaar er HR líka með auka afslátt ofan á venjulegan afslátt á nemendakortum.

 

Linkar sem bjarga þér

 1. chegg.com Hérna eru step by step lausnir við langflestum dæmum á önninni, þarft samt að borga ca. 1500kr á mánuði en það er vel þess virði
 2. slader.com Hérna eru líka step by step lausnir og er þetta alveg frítt.
 3. geogebra.org Hérna er mjög gott að teikna upp öll gröf í tvívídd og þrívídd.
 4. wolframalpha.com Þessi síða er bara snilld ef þú ert í vafa með hvað sem er, getur keypt áskrift og fengið þá step by step lausn.
 5. khanacademy.org Ef þér finnst námsefnið ekki næginega skýrt þá er khanacademy með mjög góð myndbönd og útskýringar á öllu mögulegu.

 

Engar athugasemdir

Ekki í boði sem stendur