Pragma.is | Nýtt skólaár
47
single,single-post,postid-47,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-1.4,smooth_scroll,wpb-js-composer js-comp-ver-4.4.4,vc_responsive

Nýtt skólaár

Nýtt skólaár

Jæja þá byrjar þetta aftur. Þetta endalausa álag. Það er erfitt að halda í við þetta allt. Útilega, nýnemadjamm, golfmót, vísindaferðir, kaffihúsakvöld, árshátið og vísó-á-virkum. Síðan má ekki gleyma náminu. En það er bara gaman. Við viljum bjóða ykkur öll velkomna aftur og í fyrsta sinn. Á þessu ári verður stútfull dagsskrá fyrir meðlimi PRAGMA. Það verður lagt í viðburðir hverneinasta föstudag. Jafnvel nokkra í röð. Þannig að þið verðið að vera dugleg með skilaverkefnin fyrir helgina. Við kynnum til leiks Vísó-á-Virkum sem verða minni ferðir í fyrirtæki þar sem fólk getur sér starfsemina betur og kynnst fyrirtæki sem vinnustað. Þessi liður er hugsaður fyrir fólk sem er að fara út á vinnumarkaðinn eins og mastersnema og fólk sem er að útskrifast en auðvitað eru allir velkominr. Við viljum minna fólk á afslættina sem Pragma meðlimir fá. Það er ekki flókinn útreikningur að sjá þú græðir á því að taka þátt. En eins og útlitið er núna þá mun árið flæða í fríu áfengi, endalausu stuði. Þannig að borgið í Pragma, þetta er ekki flókin fjárfesting og ekki gleyma hverjir standa á bakvið okkur.

Merki
Engar athugasemdir

Ekki í boði sem stendur