Pragma.is | Um Pragma
40773
page,page-id-40773,page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-1.4,smooth_scroll,wpb-js-composer js-comp-ver-4.4.4,vc_responsive

Um Pragma

Pragma er félag verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Félagið var stofnað 24. febrúar 2006. Pragma er hagsmunafélag nemenda sem að leggja stund á verkfræði við Háskólann í Reykjavík. Félagið mun sjá til þess að skólaárið sé með eindæmum hressandi og skemmtilegt.

Pragma mun vinna að því að halda öflugum tengslum við atvinnulífið. Til að stuðla að þessum tengslum munum við innan félagsins starfrækja Verkfræðiskólann. Verkfræðiskólinn mun leitast við að fá fyrirtæki til að vinna náið með nemendum að ýmsum verkefnum sem að þeir kunna að taka sér fyrir hendur. Einnig mun Verkfræðiskólinn fá aðila úr atvinnulífinu til að halda spennandi fyrirlestra eða námskeið,

Það er alveg nauðsynlegt að hafa gott félagslíf þegar hinn venjulegi dagur fer allur í skólabækurnar og því mun félag verkfræðinema sjá til þess að nemendur fái sinn skerf af skemmtilegheitum. Félagið mun standa fyrir vísindaferðum og skemmtunum ásamt ýmsu öðru sem hvílir hugann frá náminu og eflir þar af leiðandi námsþróttinn.

Allir nemendur í verkfræði við Háskólann í Reykjavík gerast sjálfkrafa félagsmenn en þeir sem greiða félagsgjöldin njóta sérstakra fríðinda.

Stór hluti háskólanáms er að kynnast nýju fólki og mynda tengsl við atvinnulífið. Þess vegna viljum við hvetja alla til að greiða félagsgjöldin og taka virkan þátt í félagslífinu.