Pragma.is | Vísó til Vestmannaeyja!
180
single,single-post,postid-180,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-1.4,smooth_scroll,wpb-js-composer js-comp-ver-4.4.4,vc_responsive

Vísó til Vestmannaeyja!

Vísó til Vestmannaeyja!

#include <pragmamedlimir.h>

Þá er komið að ferðinni sem allir hafa beðið eftir.

HR verkfræðinemar ætla skella sér saman til útlanda. Fyrir þá sem héldu að aðeins væri kveikt á Vestmannaeyjum einu sinni á ári(Þjóðhátíð), þá er það ekki rétt. Tvisvar á ári gerist eitthvað í Eyjum, Þjóðhátíð og Pragmahátíð.
Pragmahátíðin virkar þannig að við förum öll saman til Eyja, kíkjum á Vinnslustöðina sem býður uppá dýrindis humarsúpu og meððí (hvítvín, rauðvín,bjór, you name it). Svo djömmum við þangað til að Herjólfur sækir okkur daginn eftir.
VSV eru þekktir fyrir veiði, vinnslu og ruddalegar vísindaferðir.
Mikill peningur er í fiski þannig ef fólk hefur áhuga á að telja peninga í framtíðinni þá er þetta eitthvað sem þeir ættu að skoða.

Ferðin hljómar svo:
Við hittumst öll í Landeyjahöfn (s.s þið þurfið að koma ykkur sjálf í Landeyjahöfn).
Herjólfur fer kl.16:00 og því eiga ALLIR að vera mættir kl.15:30!! 

Þar býður Pragma uppá bátsferð yfir Atlantshafið og til Eyja. Þegar við erum komin þangað bíður okkur rúta sem ferjar okkur á 5 stjörnuhótelið (á VE mælikvarða) sem Pragma býður ykkur uppá. Þar hendum við dótinu okkar inn og skundum svo í VSV, og eftir vísó förum við á Volcano (geðveik tilboð á barnum langt frameftir nóttu!!). Eftir það veit enginn hvað gerist.

Herjólfur fer svo aftur til Landeyjahafnar kl.11:30 á laugardeginum.
ps. fyrir þá sem hugsa sér að sofa í þessari ferð. Þið þurfið að koma með ykkar eigið svefndót. Dýnu,kodda,sæng,bangsa og bók til að lesa.

return > djamm;

ATH skráning lokar kl.20:00 á fimmtudeginum.

Engar athugasemdir

Ekki í boði sem stendur